Eignamiðlun kynnir:
Einstakt og vel staðsett 334,5 fm einbýlishús á tveimur hæðum á þessum vinsæla stað. Húsið og lóðin hafa verið endurnýjað á síðustu 6 árum og bílskúr var byggður við húsið, til viðbótar við hann sem fyrir var. Arkitekt hússins er Helgi Hjálmarsson. Innréttingar eru teiknaðar af Finni Fróðasyni.
Smelltu hér fyrir myndband af húsinuSjónsteypa er ríkjandi við hönnun hússins bæði að utan og innan. Garður hefur allur verið endurnýjaður, hiti er undir bílastæðum, steyptir skjólveggir, timburverandir og hellulagðar stéttar. Nýlega er búið að skipta um klæðningu ( Ál bára ) á þaki og pappa. Í garðinum er garðhús.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit. Húsið skiptist þannig: Neðri hæð: Anddyri, hol, fjögur svefnherbergi, sjónvarpshol, baðherbergi, þvottahús, geymsla og innbyggður bílskúr. Efri hæð: Hol, stofa, borðstofa, hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús og búr.
Neðri hæð: Komið er inn í anddyri/fatahengi og svo inn í aðalrými þar sem stiginn er í miðjunni. Á hægri hönd út frá anddyrinu er baðherbergi með sturtu og svo fjögur svefnherbergi (tvö minni jafn stór og tvö stærri jafn stór öll með fataskápum). Sjónvarpshol baðkvið stigann og svo á vinstri hönd (frá stiganum) er skrifstofuherbergi, baðherbergi númer tvö ásamt sturtu og þvottahúsi. Hægt er að fara út frá þvottahúsinu og einnig þaðan út inn í minni bílskúrinn svo frá bílskúrnum og út í garð.
Efri hæð: Þegar komið er upp stigann er smá hol síðan er hjónaherbergið á hægri hönd og hægt að labba út frá því inn á þriðja baðherbergið sem er með sturtu og baðkari. Hiti er í gólfi á stærsta baðherberginu. Öll baðherbergin í húsinu eru með upphengdu klósetti og flísum. Síðan kemur geymsla og háaloft hliðin á baðherberginu, stórt og gott eldhús ásamt búri, borðstofukrókur og svo stór og björt stofa meðfram allri suðurhliðinni. Stofan skiptist í sjónvarpshol, arinn og setustofu.
Þrennar svalir eru á húsinu og er hægt að fara út á þær allar. Heitapottur ásamt nýju garðhúsi hefur verið sett í garðinn og gengið er út á pallinn út frá sjónvarpsholinu á neðri hæðinni.
Flísar eru á öllu neðra alrými ásamt baðherbergjum og þvottahúsi en herbergin eru öll með parketi. Eins á efri hæð er alrýmið með parketi en baðherbergið með flísum.
Tveir bílskúrar eru í húsinu einn stærri sem labbað er inn í að utanverðu og einn minni sem byggður var út frá þvottahúsinu og hægt að labba innan frá húsinu. Báðir bílskúrarnir eru flísalagðir og með rennihurð/braut.
Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Upplýsingar um eignina og bókun í sýningu annast Kjartan Hallgeirsson lögg. fs, [email protected] eða Þórarinn M. Friðgeirsson lögg fs sími 899-1882, [email protected]***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook