Í Efstaleitinu rís nútímalegt íbúðahverfi á einum besta stað í borginni. Efstaleitið er sannkallað miðborgarhverfi í göngufæri við helstu verslunar- og þjónustukjarna borgarinnar og falleg útivistarsvæði.
Stærð íbúða frá 35,3 fm uppí 160 fm, fjölbreytt úrval íbúða, flestar íbúðir með stæði í bílageymslu, vandaðar og nútímalegar íbúðir.
Við Efstaleitið verður einnig verslunar- og þjónustukjarni sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa og skapa notalegt andrúmsloft.
Áætluð afhending fyrstu íbúða í er vor/sumar 2019.
Arnarhlíð 1 er staðteypt hús á fjórum hæðum, einangrað að utanverðu og klætt með sléttri álklæðningu auk liggjandi lerkitimburklæðninga á öllum inndregnum veggjum hússins. s.s. á flestum séreignarsvölum og öllum sameignarsvölum. Húsið skiptist upp í verslunarhæð og þar ofan á 3 íbúðarhæðir, samtals 40 íbúðir, 22 tveggja herbergja, 15 þriggja herbergja og 3 stærri íbúðir. íbúðir eru afhentar án gólfefna, að undanskildu baðherbergi og þvottahúsi, en þar eru flísar.
Á Frakkastígsreit eru í byggingu 67 litlar og meðalstórar íbúðir sem munu tengjast skjólgóðum, lokuðum garði. Á götuhæðum bygginganna sem snúa að Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu verða verslanir, veitingahús og fjölbreytt þjónusta.
Alls verða 35 tveggja herbergja, litlar íbúðir á reitnum, 55 – 60 fermetrar að stærð. Tvær 80 fermetra tveggja herbergja íbúðir verða einnig ár reitnum, 20 þriggja herbergja 100 fermetra íbúðir, fimm fjögurra herbergja íbúðir, 125 – 145 fermetrar að stærð og tvær penthouse íbúðir sem verða 130 – 165 fermetrar.
Um er að ræða fallegar fullbúnar íbúðir fyrir utan megin gólfefni. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar í febrúar 2018
Í Efstaleitinu rís nútímalegt íbúðahverfi á einum besta stað í borginni. Efstaleitið er sannkallað miðborgarhverfi í göngufæri við helstu verslunar- og þjónustukjarna borgarinnar og falleg útivistarsvæði.
Íbúðirnar: Fyrstu íbúðirnar sem afhentar verða á svæðinu eru í húsunum við Jaðarleiti. Íbúðirnar eru flestar með mikið útsýni sem þar sem gluggar eru gólfsíðir í stofurýmum. Vandað er til hönnunar og vals á byggingarefnum við byggingu húsanna.
Stærðir íbúða eru frá 60,4 m2 , tvö til sex herbergi. Stór hluti íbúðanna eru 3ja - 4ra herbergja. Lyftur verða í hverju stigahúsi. Bílastæði í bílageymslu fylgja hluta íbúða. Íbúðunum er skilað með svalalokunum, hita í gólfum, steinn verður á borðum, flísar á baðherbergjum og þvottahúsum þar sem það á við. Innveggir eru hlaðnir léttsteypu.
Húsin eru einangruð að utan og klædd með sléttri álklæðningu. Áætluð afhending íbúða við Jaðarleiti er sumarið 2018
Bríetartún 9–11 er 94 íbúða fjölbýlishús á sjö og tólf hæðum. Verslunar- og þjónusturými eru á jarðhæð og íbúðir á hæðum 1–12. Í húsinu eru tvö stiga- og lyftuhús með tveimur lyftum í hvoru lyftuhúsi. Þar af er ein bruna og öryggislyfta. Í kjallara eru geymslur og sameiginleg rými, þ.m.t. hjóla og vagnageymsla, tæknirými, lagerrými fyrir verslun og þjónustu og 17 lokaðir einkabílskúrar.
Bílakjallari hússins er samtengdur öðrum húsum við Höfðatorg. Úr bílakjallara er innangengt í kjallara hússins. Gert er ráð fyrir samnýtingu bílastæða í bílakjallara. Rekstrarfélag um bílakjallara sér um viðhald, endurbætur og rekstur bílakjallarans.
Bílastæði verða ekki seld með íbúðunum en kaupendur íbúða munu geta tryggt sér afnotarétt af bílastæði í bílakjallaranum gegn gjaldi. Auk þess eru 17 lokaðir einkabílskúrar í kjallara hússins og tilheyrir sérhverjum bílskúr sérafnotaréttur af bílastæði fyrir framan viðkomandi bílskúr.