FASTEIGNAVIÐSKIPTI

Almennt

Fasteignaviðskipti snúast í mörgum tilfellum um aleigu fólks. Öryggi viðskiptanna skiptir því meginmáli. Fasteignasalar eru starfstétt, sem telst til opinberra sýslunarmanna samkvæmt íslenskum lögum. Þeim er með löggildingu veittur einkaréttur til að sinna tilteknum störfum, en á þá lögð rík ábyrgð. Almennignur, sem leitar eftir viðskiptum við þá, má treysta því að vinnubrögð þeirra séu fagleg og hvergi sé tekin nein óþarfa áhætta með hagsmuni umbjóðendanna. Til fasteignasala eru gerðar kröfur um menntun, auk þess sem gerðar eru kröfur til þess að þeir hafi tekið ábyrgðartryggingu eða lagt fram aðra tryggingu, sem dómsmálaráðherra metur gilda.

Söluumboð: í 9. grein laga um fasteigna , fyrirtækja og skipasölu kemur fram að fasteignasali skuli gera skriflegan samning við þann er til hans leitar um kaup eða sölu eignar eða aðara þjónustu. Samningurinn skal gerður áður en fasteignasali tekur til við starfann. Í samningi skal tilgreint hvaða verkefnum fasteigansali eigi að sinna, hver þóknun hans sé fyrir starfann eða hvernig hún skuli ákveðin og hvaða útlagðan kostnað viðsemjandinn eigi að greiða. Greina skal sérstaklega ef fasteignasali hefur einn rétt til sölu eignar og í hve langan tíma sá réttur hans á að standa.

Söluyfirlit: í 11. grein laga um fasteigna fyrirtækja og skipasölu segir að þegar fasteignasali hefur fengið eign til sölumeðferðar eða honum verið falið að ganga frá kauptilboði og/eða kaupsamningsgerð skuli hann semja rækilegt yfirlit yfir þau atriði sem máli geta skipt við sölu eignarinnar. Áður en tilboð er gert í eign skal væntanlegum tilboðsgjafa afhent söluyfirlitið og skal hann staðfesta móttöku þess með nafnritun sinni og dagsetningu.

Á heimasíðu Félags fasteignasala er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir kaupendur og seljendur fasteigna. Þar er meðal annars að finna minnislista fyrir seljendur:

Yfirlýsing húsfélags

Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að ganga frá kaupsamningi nema fyrir liggi yfirlýsing húsfélags þar sem upplýst er um greiðslustöðu hússjóðs, væntanlegar framkvæmdir ofl. Ef þú hefur ekki þegar látið fylla út slíka yfirlýsingu þá getur þú fengið eyðublaðið hjá fasteignasölu. Þú biður gjaldkera/formann húsfélags um að fylla yfirlýsinguna út og kemur henni svo til fasteignasölunnar sem allra fyrst.

Veðflutningar

Yfirtekur kaupandinn allar veðskuldirnar? Ef ekki, þá þarf að huga að því hvað á gera við þær. Hér þarf sérstaklega að skoða hvort veðrými sé fyrir ÍLS veðbréf eða önnur lán á eigninni miðað við þau lán sem nú eru áhvílandi. Einnig þarf að athuga vel hvort rými sé fyrir þau lán sem kaupandinn hyggst taka og veðsetja eignina fyrir eftir gerð kaupsamning. ATHUGIÐ: Íbúðalánasjóður veitir ekki veðheimildir eftir að ÍLS veðbréf hefur verið gefið út því er áríðandi að gera strax (þ.e. við tilboðsgerð) ráð fyrir þeim lánum sem eiga vera á undan fasteignaveðbréfinu í veðréttaröð.

GAGNLEGIR TENGLAR

GJALDSKRÁ EIGNAMIÐLUNAR

Almennt um Þóknun

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu og gildir nema að um annað hafi verið samið. Söluþóknun er umsemjanleg og byggir á mati á markaðssvæði, seljanleika og nánara samkomulagi.

Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram.

Kaup og sala

Sala fasteigna í einkasölu 1,95% af söluverði auk vsk, þó að lágmarki kr. 450.000 auk VSK eða kr. 558.000 með vsk..

Sala fasteigna í almennri sölu 2,5% af söluverði auk vsk, þó að lágmarki kr. 450.000 auk VSK eða kr. 558.000 með vsk..

Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna er kr. 450.000 auk vsk.

Sala sumarhúsa 2,5 % af söluverði auk vsk.

Skoðun og verðmat fasteignar

Skriflegt verðmat á íbúðum er kr. 29.900.

Skriflegt verðmat á rað par og einbýlishúsum er 39.900.

Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði er samkvæmt sérsamningi milli aðila.

Ýmis ákvæði

Þjónustu og umsýslugjald. Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 59.900, fyrir þjónustu fasteignasölunnar. Gjaldið er vegna kostnaðar s.s. við ráðgjöf, aðstoð við kaupanda vegna kauptilboðs, kaupsamnings, afsals, umsjón með þinglýsingu skjala og fleira.

Gjald vegna veðleyfa frá lánastofnunum er innheimt hafi það verið útlagt af fasteignasölunni.

Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 59.916, vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrits teikninga og annarra skjala.

Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 61.876, fyrir markaðsgjald og atvinnuljósmyndun. Gjaldið er greitt einu sinni en eignin auglýst þar til hún er seld. Eignin er auglýst í dagblöðum og netmiðlum.

Leigumiðlun

Þóknun fyrir leigumiðlun samsvarar umsaminni mánaðarleigu auk vsk.