Eignamiðlun kynnir:
BÓKIÐ EINKASKOÐUN - Guðlaugur löggiltur fasteignasali 864-5464
Glæsilegt um 251 fm einbýlishús teiknað af Kjartani Sveinssyni. Einstök staðsetning á Flötunum á grónum og skjólsælum stað.
*Smelltu hér til að sækja söluyfirlit*Húsið var mikið endurnýjað á árunum 2011/2012, m.a. voru innréttingar, gólfefni, neyslu og ofnalagnir, skolplagnir og raflagnir endurnýjaðar á þessum tíma..
Húsið skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi á efri hæð, baðherbergi, þvottahús. Á neðri hæðinni er geymsla, rúmgott sjónvarpsherbergi, herbergi og baðherbergi.
Samþykkt var um 30 fm stækkun á húsinu og greiða gatnagerðargjöld af því. Stækkunin felur í sér að byggja bílskúr og anddyri framan við húsið. Sjá teikningar.
Lóðin hefur verið endurnýjuð að hluta og drenað með húsinu. Pallar eru á baklóð og á suðvestur hlið hússins. Rafmagnsheitapottur er á baklóðinni. Rúmgóður geymsluskúr er á baklóð.
Lýsing eignar:Efri hæð:Anddyri: Opið og bjart anddyri með kókos teppi á gólfi.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar og sturta. Rómgóð innrétting. Útgangur útá baklóð með aðgang að heitum potti.
Eldhús: Snyrtilegt eldhús með parketi á gólfi og falleg hvít lökkuð innrétting með stein á borði. Eldhúsinnrétting nær upp í loft og er með góðum búrskáp. Innbyggð uppþvottavél, tvöfaldur ísskápur og spansuðuhelluborð. borðkrókur er við eldhúsið.
Borðstofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi og stórum gluggum inn í bakgarð. Útgengi er úr borðstofu útá verönd.
Stofa: Er stór með parketi á gólfi og stórum glugga til suðurs með útsýni yfir Flatahraun.
Svefnherbergi: Er rúmgott með parketi á gólfi og fataherbergi.
Svefnherbergi: Með parketi á gólfi.
Svefnherbergi: Með parketi á gólfi.
Neðri hæð:Sjónvarpsrými: Er rúmgott með parketi á gólfi og stúkað af svefnaðstaða.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Rúmgóð sturta og innrétting.
Geymsla: Lítil geymsla við Sjónvarpsherbergi.
Nánari upplýsingar gefur Guðlaugur Ingi Guðlaugsson lögg.fasteignasali í síma 864-5464 eða [email protected]. ***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook