Gróttubyggð

Gróttubyggð

Náttúruparadís á Nesinu

Einstakt útsýni, skjólsæld og útivistarmöguleikar

Í Gróttubyggð vestast á Seltjarnarnesi eru nútímaleg og vönduð fjölbýlishús með óheft útsýni til Esjunnar, Akrafjalls og Skarðsheiðar. Húsin eru byggð samkvæmt ströngustu stöðlum sem tryggja heilnæmi íbúðanna og vistvænna umhverfi.

Garðar snúa mót suðri og hannaðir þannig að þeir séu bæði sólríkir og skjólsælir.

Svansvottaðar íbúðir í hæsta gæðaflokki

Hér er búið vel að öllu því sem snýr að hollustu íverurýmanna. Íbúðir eru með aukinni lofthæð og loftskiptakerfi með varmaskiptum og loftsíum hefta rykmyndun, hámarka loftgæði og lágmarka orkunotkun. Sérstakar hljóðísogsplötur bæta hljóðvist í íbúðunum ásamt því að efnisval og verkferlar miðast við það að íbúðirnar hljóti Svansvottun í verklok.

Fegurð og fjölbreytileiki

Íbúðirnar eru frá 45,4 fermetrum og allt upp í 168,4 fermetra að stærð og henta því bæði einstaklingum og stórum eða litlum fjölskyldum. Flestar íbúðirnar bjóða upp á einstakt útsýni bæði til sjávar og yfir sólríkan garð. Bílakjallari er í stærri fjölbýlishúsunum og stæði utan við þau minni. Gert er ráð fyrir tengibúnaði til rafhleðslu og stæðum fyrir hreyfihamlaða í bílakjallaranum.

Skráðu þig hér fyrir neðan og vertu í forgangi.

Myndir
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar
Daði Hafþórsson

Löggiltur fasteignasali

Hilmar Þór Hafsteinsson

Löggiltur leigumiðlari, löggiltur fasteignasali

Kjartan Hallgeirsson

Löggiltur fasteignasali / framkvæmdastjóri

Guðlaugur Ingi Guðlaugsson

Löggiltur fasteignasali