Orkureitur - Reykjavík

Orkureitur - Reykjavík

Á Orkureitnum verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Hús A er komið í sölu en þrír aðrir áfangar munu svo bætast við á næstu árum. Samtals verða 436 íbúðir byggðar á reitnum en í húsi A verða 68 íbúðir af ýmsum stærðum sem henta bæði einstaklingum og fjölskyldum. Stórt bílastæðahús verður tengt öllum byggingunum neðanjarðar.

Orkureiturinn á að vera góður staður að búa á. Áhersla er lögð á að íbúðir séu bjartar með góðum loftgæðum og vönduðum og umhverfisprófuðum byggingarefnum auk þess að lóðin sé falleg og þjónusti íbúana vel.

SAFÍR byggingar annast framkvæmdina á Orkureitnum, sem er fyrsti íbúðareitur á Íslandi sem hlýtur alþjóðlegu umhverfisvottunina BREEAM Excellent. Þá er einnig unnið með það að markmiði að íbúðirnar á Orkureitnum verði Svansvottaðar.

Fyrstu íbúðir í áfanga A verða afhentar haustið 2024. Því næst er áformað að afhenda næsta hluta sem eru 134 íbúðir á D reit haustið 2025. B reitur, með 106 íbúðum, verður síðan tilbúinn til afhendingar haustið 2026 og lokaáfangi verkefnisins, C, sem samanstendur af 128 íbúðum, verður svo afhentur haustið 2027.

Skráðu þig hér fyrir neðan og vertu í forgangi.

Myndir
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar
Oddný María Kristinsdóttir

Löggiltur fasteignasali - viðskiptafræðingur

Þórarinn M. Friðgeirsson

Löggiltur fasteignasali

Kári Sighvatsson

Lögfræðingur og löggiltur fasteignasali

Lilja Guðmundsdóttir

Löggiltur fasteignasali - Viðskiptafræðingur

Ólafur H. Guðgeirsson

MBA Rekstrarhagfræðingur og löggiltur fasteignasali

Gunnar Bergmann Jónsson

Löggiltur fasteignasali og Viðskiptalögfræðingur

Guðlaugur Ingi Guðlaugsson

Löggiltur fasteignasali