Eskiás - Garðabær

Eskiás - Garðabær

Eskiás 1-10 er ný gata á grónum stað í Ásahverfinu í Garðabænum skammt frá skólum, leikskólum, íþróttasvæði og verslunarkjarna í miðbæ Garðabæjar. Eskiás liggur fyrir ofan Sjálandshverfið og nýtur því útsýnis í átt til sjávar og yfir til borgarinnar. Staðsetningin er örstutt frá megin ökuleiðum og einnig er gert ráð fyrir einni af meginstöðvum borgarlínunar til framtíðar.

Við Eskiás 1-10 verða byggð níu hús með mismunandi fjölda íbúða í hverju húsi. Séreinkenni íbúðanna í Eskiási er að allar íbúðir verða með sérinngangi. Húsin mynda ferning utanum skjólgóðan inngarð og eru allar íbúðir með aðgengi eða glugga í átt að inngarðinum. Hæð húsana eru 2-3 hæðir.

Íbúðastærðir eru fjölbreyttar eða frá 70 fm til 135 fm íbúðir sem eru 2 til 5 herbergja. Geymslur eru allar innan íbúða sem eykur notkunargildi þeirra og minnkar þá sameign sem venjulega þarf að greiða fyrir í fjölbýli. Eina sameign húsins er miðlæg hjóla og vagnageymsla auk tæknirýmis. Inngangar inn í inngarðin er frá báðum langhliðum húsins.

Í hönnun íbúðanna er lagt upp með góðri gluggastærðum og eru margar íbúðanna með aukinni lofthæð allt að 4 metrum og gluggum upp alla lofthæðina. Húsin verða öll klædd með viðhaldslitlum klæðningum sem gefa munu húsunum einstakan stíl.

Skráðu þig hér fyrir neðan og vertu í forgangi.

Sækja skilalýsingu
Myndir
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir

Lögfræðingur / löggiltur fasteignasali

Gunnar Bergmann Jónsson

Löggiltur fasteignasali og Viðskiptalögfræðingur

Lilja Guðmundsdóttir

Löggiltur fasteignasali - Viðskiptafræðingur

Oddný María Kristinsdóttir

Löggiltur fasteignasali - viðskiptafræðingur