Eignamiðlun ehf er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi stofnuð árið 1957.
Starfsfólk Eignamiðlunar býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á sviði fasteignaviðskipta. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins má nefna einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir, banka, sparisjóði, hið opinbera og sveitarfélög. Stærstu verkefni fyrirtækisins eru sala á íbúðar- og atvinnuhúsnæði og verðmöt á fasteignum. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun ehf. | Grensásvegi 11, 108 Reykjavík | kt. 600989-1119 | vsk númer 20571
Sverrir er löggiltur fasteigna-og skipasali og hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 1968. Hann hefur verið skipaður dómkvaddur matsmaður í allmörgum málum frá 1980. Sverrir sat í stjórn Félags Fasteignasala á árinum 1993-1997. Hann hefur starfað á Eignamiðlun frá 1968 og er einn af eigendum.
Guðmundur er lögfræðingur frá HÍ auk þess sem hann er löggiltur fasteigna-og skipasali. Hann sér um gerð kaupsamninga, afsala og skjalagerð. Hann er þjóðkunnur skákmaður og stórmeistari í skák. Hann hefur starfað á Eignamiðlun frá 1988 og er einn af eigendum.
Kjartan er löggiltur fasteignasali og er framkvæmdastjóri Eignamiðlunar. Hann hefur unnið við fasteignasölu frá 1995 og á Eignamiðlun frá 1999 og er einn af eigendum.
Guðlaugur Ingi er löggiltur fasteignasali. Hann hefur starfað við fasteignasölu frá 2005. Guðlaugur hóf störf hjá Eignamiðlun í október 2013. Guðlaugur er einn af eigendum Eignamiðlunar ehf.
Þórarinn er löggiltur fasteignasali og hefur unnið við sölu fasteigna frá 1989 og hefur mikla þekkingu og reynslu á því sviði. Þórarinn hóf störf á Eignamiðlun í júní 2009. Þórarinn er sölustjóri Eignamiðlunar.
Ásdís hóf störf á Eignamiðlun í júní 2013. Hún vinnur við útvegun ýmissa skjala og gagna sem varða fasteignaviðskipti. Ásdís annast einnig símavörslu og veitir almennar upplýsingar um fasteignir og starfar í móttöku Eignamiðlunar.
Brynjar Þór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur og löggiltur fasteignasali ásamt því að hafa lokið tölvufræðibraut Iðnskólans í Reykjavík. Brynjar hefur starfað við fasteignasölu frá 2013, hann hóf störf hjá Eignamiðlun í apríl 2014.
Daði er löggiltur fasteignasali. Hann hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2013, hann hóf störf á Eignamiðlun í febrúar 2017.
Elín hóf störf á Eignamiðlun árið 2003. Hún vinnur við útvegun ýmissa skjala og gagna sem varða fasteignaviðskipti. Elín annast einnig símavörslu og veitir almennar upplýsingar um fasteignir og starfar í móttöku Eignamiðlunar.
Gunnar er héraðsdómslögmaður og löggiltur fasteignasali. Hann hóf störf hjá Eignmiðlun í apríl 2016
Hilmar er löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari. Hilmar hóf störf á Eignamiðlun árið 2007.
Jenný er Viðurkenndur bókari og skrifstofustjóri Eignamiðlunar. Hún hóf störf á Eignamiðlun 2017.
Magnea er löggiltur fasteigna-, fyrirtækja-og skipasali og hefur lokið MBA námi frá HÍ. Hún hefur starfað á Eignamiðlun með hléum frá 1995.
María er móttökuritari Eignamiðlunar. Hún hóf störf á Eignamiðlun 2017.