Árskógar 8, 109 Reykjavík

81.000.000 kr.
 • Tegund Fjölbýli
 • Stærð 110 m2
 • Herbergi 4
 • Stofur 2
 • Svefnherbergi 2
 • Baðherbergi 1
 • Inngangur Sameiginlegur
 • Byggingaár 1993
 • Lyfta
 • Brunabótamat 49.000.000
 • Fasteignamat 72.350.000
 • Áhvílandi 0

Eignamiðlun kynnir:

Björt og falleg fjögurra herbergja íbúð á 1.hæð með aflokaðri verönd og mjög góðu aðgengi fyrir eldri borgara í Árskógum 8, 109 Reykjavík.

Íbúðin er öll mjög rúmgóð og með hjólastólaaðgengi. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning. Hægt er að nýta inngang um pallinn sem sérinngang. Innangengt er í matsal og aðra starfsemi í húsinu. Frábær staðsetning miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og stutt er í alla þjónustu og verslanir í Mjódd.

**Sækja söluyfirlit**

Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn i mjög rúmgott hol með parketi á gólfi og fataskápum.
Eldhús: Snyrtileg hvít/beyki inrrétting með ágætis skápaplássi og nýlegu keramik helluborði. AEG bakaraofn er í vinnuhæð og flísar á milli skápa. Háfur er yfir helluborðinu og áfast eldhúsborð.
Stofa: Rúmgóð og parketlögð og rúmar einnig borðstofu. Gluggar eru á tvo vegu. Útgengt er út á aflokaða og skjólgóða verönd frá stofunni.
Sjónvarpsstofa: Rúmgóð opin sjónvarpsstofa með parketi á gólfi og auðveldlega hægt að loka og nota sem þriðja herbergið.
Hjónaherbergi: Með parketi á gólfi og góðum fataskápum sem ná uppí loft. Útgengt er út á veröndina úr herberginu.
Svefnherbergi/skrifstofa: Með góðum skáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt með dúk á gólfi, sturtu og hvítri innréttingu. Gert er ráð fyrir þvottavél á baðherberginu.
Sérgeymsla: 6,1 fm geymsla með hillum er í kjallara.
Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eru á bílastæði utanhúss.
Tvær lyftur eru í húsinu, öflugt húsfélag og húsvörður.

Framkvæmdir:
Húsið er nýlega málað, skipt var um allt upprunalegt gler, lyftur teknar í gegn, húsið viðgert að utan og dren endurnýjað.

Sameign og aðstaða:
Innangengt er í félagsmiðstöðina Árskóga þar sem er skipulagt félagsstarf á vegum Reykjavíkurborgar. Hægt er að fá keyptan mat og síðdegiskaffi virka daga. Ýmis þjónusta er líka í húsinu, s.s. hárgreiðslustofa og fótaaðgerðarstofa. Húsvörður er í byggingunni. Íbúðinni fylgir hlutdeild í samkomusal á jarðhæð og hlutdeild í íbúð húsvarðar.
Árskógar 6 og 8 standa fyrir fjölbreyttu félagslífi og eru oft viðburðir á þeirra vegum. Stutt er í banka, heilsugæslu, bakarí, verslanir og ýmsa þjónustu í Mjóddinni. Góð eign á góðum stað.
Kvöð er á eigninni um að kaupendur skulu vera 60 ára eða eldri og félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir:
Lilja Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali, sími: 649-3868 / [email protected]
Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali, sími 824-9093 / [email protected]
 

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook