Eignamiðlun kynnir:
SKORRADALUR! Sumarbústaður við Fitjahlíð 79 í landi Fitja í Skorradal. Um er að ræða 3ja herbergja hús innarlega í dalnum á einstökum útsýnisstað. Húsið er byggt árið 1981 á 2000 fm leigulóð. Mjög fallegt útsýni er yfir vatnið. Ágætar verandir eru við og fyrir ofan húsið, en þar er skjólgóður rafmagnspottur. Einstaklega fallegt útsýni er frá efri palli/pottasvæði. Mögulegt að byggja við húsið.
Eignin skiptist í: Anddyri, 2 svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi og geymslu. Undir húsin er köld geymsla. Húsið er kynnt með rafmagni.
Nánari lýsing eignarinnar:Komið er inn í anddyri með skápum og parketi á gólfi. Inn af anddyri er baðherbergi með sturtuklefa, wc og glugga. Parket er á gólfi. Frá anddyri er gengið inn í parketlagt alrými. Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými. Rýmið er bjart og er útsýni frá stofu. Í stofu er kamína sem er nýlega endurnýjuð. Eftir er að endanlega ganga frá vegg í kringum kamínu. Eldhúsið er með hvítum innréttingum og ofni. Svefnherbergin eru bæði með parketi á gólfi og glugga. Lítil geymsla með glugga er frá stofu. Mjög skjólgott er í kringum húsið og á sólpöllum. Gólfefni er spónarparket.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson Lögg. fasteignasali/leigumiðlari, í síma 824-9098, tölvupóstur hi[email protected] eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook