Eignamiðlun kynnir:
Glæsilegt einbýli á einstökum stað í miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið var endurhannað að innan af Sæju innanhúshönnuði árið 2017. Stór og skjólsæl lóð upp við hraun og langt í næstu hús. Góð aðkoma, hellulagt bílaplan, hiti í innkeyrslu, gangstígum og tröppum. Stutt í skóla, leikskóla og alla þjónustu í miðbæð Hafnarfjarðar.Miðhæð: Gengið er upp upphitaðar útitröppur að aðalinngangi, forstofa flísalög með hita í gólfi. Úr anddyri er gengið inn í parketlagt rými. Eldhús er á vinstri hönd með fallegri innréttingu og borðplötum úr marmara sem einnig er sætisaðstaða við. Stofurnar eru tvær og hægt er að loka á milli með fallegum rennihurðum. Gengið er út á rúmgóðar svalir frá stofu og þaðan er hægt að ganga niður tröppur út í garðinn. Á hæðinni er stórt og glæsilegt hjónaherberbergi með samtengdu fataherbergi og útgengi út á svalir. Endurnýjað baðherbergi með innréttingu úr marmara, tveimur sturtum og hita í gólfi.
Ris: Gengið er upp einstaklega fallegan tréstiga upp í risið, þar er parketlagt sjónvarpsrými, tvö parketlögð svefnherbergi og baðherbergi með salerni og vask.
Neðri hæð: Parektlagður stigi frá miðhæð niður á neðri hæðina, en einnig er hægt að ganga inn um útidyrahurð aftan við húsið inn í flísalagt anddyri. Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni, eitt þeirra notað sem skrifstofa í dag. Flísalagt baðherbergi með sturtu og sauna, þar innaf er rúmgott þvottahús. Innangengt í innbygðan bílskúr.
Útisvæði: Hellulögð innkeyrsla fyrir framan bílskúr, ásamt hellulögðum gangstígum og veröndum í kring um húsið. Innkeyrsla, gangstígar og útitröppur eru upphitaðar. Steyptur útveggur í kring um húsið og hár skjólveggur úr timbri meðfram allri hlið hússins, einnig skjólveggir í kring um hellulagða verönd. Stórar grasverandir á öllum hliðum hússins og gríðarlega stór og falleg tré. Einstaklega fallegur og skjólgóður garður.
Búið er að endurnýja skólp og neysluvatnslagnir sem og rafmagnslagnir.
Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Ingi Guðlaugsson lögg.fasteignasali í síma 864-5464 eða [email protected]. ***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook