Eignamiðlun kynnir:
Fallegt og vel skipulagt fimm herbergja nýlegt 190,7 fm einbýlishús á einni hæð byggt árið 2011. Íbúðarrými er skráð 154,4 fm og bílskúr skráður 36,3 fm. Lóðin er skráð 975 fm. Húsið er í Vík í Mýrdal. Húsið er allt afgirt með skjólvegg og girðing og er laust við undirritun kaupsamnings. Komið er inn í flísalagða forstofu. Inn af forstofu er rúmgott svefnherbergi með fataskáp og parketi á gólfi. Og flísalögð snyrting. Frá forstofu er parketlagður gangur. Stór stofa og stór borðstofa með parketi á gólfi. Auðvelt væri að stúka af annað svefnherbergi. Frá stofu er gengið út á hellulagða verönd og þaðan út í garð með heitum potti. Eldhúsið er mjög rúmgott með innrétting sem nær upp í loft. Flísar á milli skápa og gluggar á þrjá vegu. Flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Parketlagt hjónaherbergi með fataherbergi. Hægt er að ganga frá hjónaherbergi í fataherbergi og þaðan inn á baðherbergi. Annað svefnherbergi með fataskáp og parketi á gólfi. Frá gangi íbúðar er gengið í þvottahús/geymslu og þaðan í bílskúr. Gólfhiti er í húsinu. Ekki er hitaveita á svæðinu.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson Lögg. fasteignasali/leigumiðlari, í síma 824-9098, tölvupóstur hi[email protected] eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090 ***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook