Eignamiðlun kynnir:
Glæsilegt 169,5 fm endaraðhús á tveimur hæðum við Kársnesbraut 21 D í vesturbæ Kópavogs. Húsið hefur nýlega verið mjög mikið endurnýjað að innan. Mikil lofthæð er í húsinu. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu, eldhús, tvö baðherbergi, þrjú herbergi, þvottahús, geymslu og forstofu. Innbyggður bílskúr. Rúmgott hellulagt bílplan er fyrir framan húsið sem er upphitað að hluta. Falleg gróin lóð til suðurs með hellulagðri verönd og skjólvegg. Svalir eru útaf hjónherbergi. Glæsilegt útsýni er frá efri hæð hússins.
**Sækja söluyfirlit**NÁNARI UPPL. VEITA: Lilja Guðmundsdóttir nemi til löggildingar s. 649-3868,
[email protected]Sverrir Kristinsson lg. fasteignasali,
[email protected]Nánari lýsing.Neðri hæð:Forstofa: flísalögð forstofa með skápum.
Baðherbergi: flísalagt baðherbergi. Sturta með glervegg. Innrétting við vask. Gluggi er á baðherbergi.
Stofa og borðstofa: rúmgóðar parketlagðar stofur með mikilli lofthæð. Frá stofu er gengið út í garð til suðurs.
Eldhús: rúmgóð hvít innrétting er í eldhúsi. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Tveir ofnar og örbylgjuofn úr stáli. Eyja með helluborði. Einnig er barborð með plássi fyrir tvo stóla.
Þvottahús og geymsla: flísalagt þvottahús. Innrétting með vaski og borðplássi. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingunni. Innaf þvottahúsi er geymsla.
Bílskúr: innangengt er í bílskúrinn frá þvottahúsi. Í bílskúr hefur verið sett lítil innrétting með vaski. Bílskúr er skráður 22,8 fm.
Efri hæð:Steyptur teppalagður stigi er á milli hæða.
Gangur: parketlagður gangur með mikilli lofthæð.
Hjónaherbergi: gólf er parketlagt. Stórir skápar. Svalir eru útaf hjónaherbergi. Glæsilegt útsýni til norðurs, m.a. sjávar- og fjallasýn.
Barnaherbergi 1: parketlagt herbergi með skáp.
Barnaherbergi 2: parketlagt herbergi með skáp.
Baðherbergi: rúmgott flísalagt baðherbergi. Mjög stór sturta með glervegg. Innrétting með stórum vaski og spegli fyrir ofan. Gluggi er á baðherbergi.
Á teikningu er eitt herbergjanna opið (auðvelt er að breyta því aftur t.d. í sjónvarshol).
Framkvæmdir innanhúss:Árið 2017: Parket gólfum endurnýjað á neðri og efri hæð (harðparket). Eldhúsinnrétting var endurnýjuð svo og tæki í eldhúsi. Baðherbergi á neðri hæð var endurnýjað að mestu leyti. Settir voru nýir skápar í öll herbergi á efri hæð. Innrétting í þvottahúsi var endurnýjuð. Nýtt teppi sett á stiga.
Árið 2022: Baðherbergi á efri hæð var endurnýjað.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook