Eignamiðlun kynnir:
Mjög fallegt og töluvert endurnýjað 193,3 fm parhús við Fagrahjalla 34 í Kópavogi. Húsið sem er á pöllum skiptist m.a. í stofu, borðstofu, sólskála, fjögur herbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og geymslu. Geymsluloft er yfir húsinu. Mikil lofthæð er á efri hæð hússins. Bílskúr tilheyrir húsinu. Hiti í bílaplani og tröppum. Glæsilegt útsýni. Garður með stórri timburverönd. Sameiginlegt leiksvæði fyrir börn á lóðinni.Húsið verður sýnt mánudaginn 18. júlí n.k. milli kl. 17:30 og 18:00. Vinsamlega tilkynnið um komu með því að senda póst til:
[email protected]Nánari uppl. veita: Magnea S. Sverrisdóttir lg. fasteignasali s.
861 8511 og Sverrir Kristinsson lg. fasteignasali S.
861 8514Nánari lýsingNeðri hæðForstofa: komið er inn í flísalagða forstofu með skápum.
Hol: frá forstofu er komið í parketlagt hol.
Tvö herbergi: herbergin eru bæði rúmgóð. Parket er á gólfum. Stórir hvítir skápar eru í öðru herbergjanna. Gengið er út í framgarð úr öðru herbergjanna.
Baðherbergi: hefur nýlega verið standsett. Gólf er flísalagt. Sturtuklefi. Hvít innrétting með skúffum. Stór spegill með lýsingu á bakvið.
Þvotthús og geymsla: frá holi er gengið í þvottahús og geymslu. Þaðan er gengið út í garð.
Bilskúr: gólf í bílskúr er flísalagt. Rafmagn er í bílskúr. Heitt og kalt vatn. Sjálfvirkur hurðaopnari. Samkæmt Fasteignayfirliti er bílskúrinn skráður 28,2 fm.
Efri hæðStofa: frá efri hæð er gengið niður nokkur þrep í stofuna. Gólf í stofu er parketlagt. Frá stofu er gengið út í garð. Þar er mjög stór timburverönd og einnig flísalögð verönd. Mjög mikil lofthæð er í stofum og eldhúsi. Hiti er í gólfi í stofu.
Borðstofa: borðstofan er samliggjandi við eldhúsið. Gólf er parketlagt.
Eldhús: Hvít sprautuð innrétting er í eldhúsi. Granít steinn er á vinnuborðum. Innaf eldhúsi er sólskáli. Gengið er út á svalir úr sólskála sem snúa til suðvesturs. Hiti er í gólfi í eldhúsi.
Tvö herbergi: parket er á gólfum. Útskotsgluggi er í hjónaherbergi. Skápar eru í öðru herbergjanna.
Baðherbergi: flísar eru á gólfi. Baðkar með sturtu í. Handklæðaofn.
Nýlegar framkvæmdir: Járn á þaki hússins var endurnýjað fyrir um tveimur árum síðan. Gler í gluggum á norðurhlið hússins hefur verið endurnýjað. Sólskáli á efri hæð hefur nýlega verið endurnýjaður (þ.e. gluggar, gler og svalahurð). Parket á gólfum er harðparket og var endurýjað fyrir um ári síðan.
Frábær staðsetning. Stutt í leikskóla, skóla, verslanir, alla helstu þjónustu og útivistarsvæði.
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook