Eignamiðlun kynnir:
Rúmgóð, fimm herbergja íbúð á 2. hæð ásamt stóru rými í kjallara í steinsteyptu tvíbýli við Vesturgötu. Samtals 195,8 fm. Bílastæði fyrir framan hús. Eign með mikla nýtingarmöguleika.
**Smelltu hér til að fá söluyfirlit**Nánari upplýsingar veita:Lilja Guðmundsdóttir (nemi til löggildingar) á
[email protected] eða í síma 649 3868
Kjartan Hallgeirsson fasteignasali á
[email protected] eða í síma 824 9093
Nánari lýsing:Inngangur: Sérinngangur á austurgafli hússins þar sem gengið er upp teppalagðar tröppur í íbúð. Einnig er þar gengið niður tröppur í kjallara.
Stigapallur: Rúmgott herbergi, gestasnyrting og útgengi á austur svalir.
Hol: Rúmgott, parketlagt hol þaðan sem gengt er í önnur rými íbúðar.
Stofa: Bjart, parketlagt rými. Skv. teikningu er gert ráð fyrir stofu og borðstofu í opnu rými en borðstofan hefur verið stúkuð af sem herbergi.
Eldhús: Hvít U-laga innrétting, borðkrókur og gluggi.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi með baðkari.
Herbergi: Innan íbúðar eru samtals 4 svefnherbergi. Öll rúmgóð með parketi á gólfum.
Þvottahús: Innan íbúðar með stálvaski og skápum.
Kjallari: Innangengt en einnig er sérinngangur að kjallara á vesturhlið hússins. Kjallarinn er samtals 61,6 fm og skiptist skv. teikningu í stórt herbergi, baðherbergi (óklárað), þvottahús og geymslur.
Nýlegt gler er í gluggum íbúðar, steypuviðgerðir voru framkvæmdar á ytra byrði hússins fyrir 5 árum, hús var málað fyrir 3 árum og skipt var um járn á þaki árið 2005. Athygli er vakin á því að um eignarlóð er að ræða.
Nánari upplýsingar veita:Lilja Guðmundsdóttir (nemi til löggildingar) á
[email protected] eða í síma 649 3868
Kjartan Hallgeirsson fasteignasali á
[email protected] eða í síma 824 9093
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðinum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook