Grensásvegi 11, 108 Reykjavík Sími 588-9090 Eignamiðlun on Facebook
Hringbraut 114 , 101 Reykjavík (Miðbær)
78.900.000 Kr.

Tegund: Fjölbýli

Stærð: 146 fm

Herbergi: 6

Stofur: 2

Svefnherbergi: 4

Baðherbergi:2

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1934

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 37.500.000

Fasteignamat: 65.150.000

Áhvílandi: 0

Eignamiðlun og Þóra Birgisdóttir lögg. Fasteignasali s. 777-2882 eða thora@eignamidlun.is kynna nýtt í einkasölu 146,8 fm parhús á tveimur hæðum auk kjallara.
Húsið er laust við kaupsamning. 
Húsið er í dag innréttað sem 2 íbúðareiningar, þ.e. rúmgóð aðalíbúð á 2 hæðum og 2ja herbergja íbúð með sérinngangi á jarðhæð, fyrir liggur gistileyfi fyrir allt að 10 manns. 

Nánari lýsing; Komið er inn í forstofu á aðal hæð hússins og inn í opið hol sem tengir stofu, eldhús og stiga. Stofurnar eru tvær, rúmgóðar og bjartar með gluggum bæði með suðri og vestri. Fallegir listar og nýlegir gluggar setja svip á þessi rými.
Eldhús er með viðarinnréttingu, tengi fyrir uppþvottavél og ágætu skápa/bekkplássi og opnanlegum glugga. Eldhús og borðstofa liggja í sameiginlegu rými.
Parketlagður stigi er milli hæðanna en á efri hæð eru 3 herbergi, tvö rúmgóð og eitt heldur minna innangengt frá hjónaherbergi. Hol er fyrir framan herbergin.
Baðherbergi er nánast algerlega endurnýjað, þar er stór sturtuklefi, upphengt salerni og nett innréttign, opnanlegur gluggi og tengi fyrir þvottavél/þurrkara.
Einstaklega sjamerandi viðarfjalir eru á gólfum herbergja mjög í stíl við upprunlegan byggingartíma/stíl hússins.
Stigi er frá aðalhæðinni og niður á jarðhæð en honum er lokað með hurð, hvort veggja auðvelt að opna þar eða loka alveg milli hæðanna.
Á jarðhæð hússins er nú nýlega innréttuð 2ja herbergja íbúð með sérinngangi (frá norður hlið).
Komið er inn í forstofu. Stofa, alrými er flísalagt, stórt svefnherbergi með ágætum glugga og eldhús með nýrri, hvítri innréttingu og borðkrók. Baðherbergi er með sturtuklefa, salerni og handlaug, tengt fyrir þvottavél. Góð aðkoma er að húsinu, þ.e. umhverfis stóran timburpall mót suðri er skjólveggur og aðkoma um hlið, inngangur í íbúð frá norðurhliðinni.
Ytra byrði hússins er viðhaldslítil bárujárnsklæðning, gluggar yfirfarnir eða endurnýjaðir. Ástand hússins virðist gott. Stutt erí skóla, leikskóla, verslun og ýmsa þjónustu.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra í s. 777-2882 eða thora@eignamidlun.is

Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook
Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit


Skilaboð hafa verið send.