Eignamiðlun kynnir:
Frábærlega staðsett atvinnuhúsnæði miðsvæði á Akureyri sem býður uppá mikla möguleika. Um er að ræða þriggja hæða byggingu auk kjallara í miðbæ Akureyrar. Suðurhlið hússins snýr inn að miðbænum og á hliðinni eru stórir gluggar sem að gera vinnurýmin björt og skemmtileg. Mörg undanfarin ár hefur eignin hýst starfsemi Arion banka og fyrirrennara hans á svæðinu. Eignin getur með breytingum hýst ýmsa aðra starfsemi hvort sem horft er til ferðaþjónustu eða skrifstofustarfsemi. Allt almennt ástand eignarinnar er gott, gólfefni, gluggar og gler eru í lagi.
Á jarðhæð eignarinnar var móttaka bankans, hæðin er opin utan burðarveggja við stigauppgöngu og í kring um eldtrausta geymslu. Burðarsúlur eru á hæðinni.
Stigi milli hæða er steyptur, á 2. hæð eru 6-7 skrifstofur í suðurhluta, að framan er glerfrontur en gifsklætt er milli skrifstofanna. Í norðausturhorni er opin vinnustöð sem gæti rúmað 6-8 starfsmenn. Af stigangi er gengið í stórt herbergi, sem gæti verið fundaherbergi eða vinnustöð fyrir nokkra aðila. Á hæðinni eru snyrtingar.
Á þriðju hæð eignarinnar er annars vegar eldhús og matsalur í vesturhluta og í austurhlutanum eru skrifstofur og móttaka.
Af jarðhæð er gengið niður í kjallara þar er ágæt lofthæð, í kjallara eru inntaksrými og geymslur.
Upplýsingar veitir Guðlaugur Ingi Guðlaugsson löggiltur fasteignasali, s. 864-5464, gudlaugur@eignamidlun.is Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook