Grensásvegi 11, 108 Reykjavík Sími 588-9090 Eignamiðlun on Facebook
Holtsgata 41b , 101 Reykjavík (Miðbær)
89.500.000 Kr.

Tegund: Einbýli

Stærð: 146 fm

Herbergi: 4

Stofur: 2

Svefnherbergi: 3

Baðherbergi:2

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1966

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 63.250.000

Fasteignamat: 84.150.000

Áhvílandi: 0

Eignamiðlun kynnir: 

Stóra Sel - Elsti og eini tvöfaldi steinbær í Reykjavík sem nú hefur verið endurbyggður frá grunni. Húsið er upphaflega byggt 1884 og 1893. í dag hefur húsið verið endurbyggt frá grunni á vandaðan og fallegan hátt. Hér er um einstakt hús að ræða.

Smellið hér til að fá söluyfirlit sent strax

Húsið er í dag skráð 146,5 fm og skiptist þannig: Andyri, snyrting, eldhús, stofa, arinstofa, bakinngangur og þvottahús. Rishæð: þrjú svefnherbergi og baðherbergi.

Nánari lýsing:
Komið er inní anddyri með grágrýti á gólfi, innaf því er snyrting. Síðan er komið inní eldhús/stofu með fallegri inntéttingu og vönduðum tækjum, á gólfum eru gólfborð. Innaf eldhúsi er stofa með gólfborðum á gólfi og arinstofu sem er gengið niður í. Fallegar steinhleðsur eru sýnilegar í stofu. Innaf stofu er bakinngangur með grágrýti á gólfi og þar fyrir innan þvottahús/geymsla. Fallegur stigi uppá rishæð er úr stofu. Þar eru þrjú svefnherbergi og er eitt þeirra mjög stórt, gólfborð eru á gólfum. Baðherbergið er með baðkari og glugga.

Húsið hefur verið endurbyggt af Minjavend frá grunni því sem næst í uppunalegum stíl og af fagmennsku. Gólfplata er steypt og er hiti í henni í forstofum, baðherbergi og arinstofu. Allar lagnir eru nýjar. Raflagnir endurnýjaðar.  Einangrun er ný o.fl.  Húsið er með timburklæðingu. Þak er úr timbri og er með soðnum  pappa- þakdúk.  Lóðin er falleg og með nýrri grjóthleðslu o.fl. Sér bílastæði á lóð. 

Stóra Sel - Sels er fyrst getið sem sel frá jörðinni Vík árið 1367. Það tilheyrði Seltjarnanesi fram til 1835 en var þá lagt undir Reykjavík. Á 19 öldinni fara að rísa í landi Sels fleiri tómthúsbýli og nefna má Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel og Ívarssel. Miðsel hefur verið rifið og Ívarssel flutt í Áræbjarsafn, en Jórunnarsel og Litalsel standa enn sambyggð við Vesturgötu.
Stórasel er nú tvöfaldur steinbær, sá eini sem eftir stendur í Reykjavík. Hann var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafa staðið torfhús á þessum stað um aldir. Húsið var orðið ákaflega hrörlegt og hengdar höfðu verið við það viðbyggingar af fjölbreyttum toga. Hluti hlaðinna veggja hafði jafnframt verið rifinn.
Reykjavíkurborg og Minjavernd gerðu með sér samning um yfirtöku og endurbyggingu Stórasels. Minjavernd hefur fengið ARGOS ehf. Arkitektarstofu Grétars og Stefáns til liðs við mælingar og teikningar að endurgerð.
Saga hússins: https://www.minjavernd.is/is/verkefni/stora-sel-holtsgotu-41b

Óskað er eftir tilboðum í eignina.

Nánari upplýsingar veita
Kjartan Hallgeirsson lögg. fasteignasali s: 824-9093 eða kjartan@eignamidlun.is 
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson lögg. fasteignasali s:864-5464 eða gudlaugur@eignamidlun.is

Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.