Grensásvegi 11, 108 Reykjavík Sími 588-9090 Eignamiðlun on Facebook
Bjarkargata 2 , 101 Reykjavík (Miðbær)
Tilboð

Tegund: Einbýli

Stærð: 298 fm

Herbergi: 7

Stofur: 3

Svefnherbergi: 4

Baðherbergi:2

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1933

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 67.130.000

Fasteignamat: 124.250.000

Áhvílandi: 0

Eignamiðlun kynnir: 

Bjarkargata 2,  glæsilegt 7 herbergja einbýlishús, alls 298.3 fm, ásamt ósamþykktri íbúð í kjallara og bílskúr.  Húsið hefur fengið gott viðhald.   Frábær staðsetning í miðænum með útsýni yfir tjörnina.

Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 200-2957, nánar tiltekið eign merkt 01-01, birt heildarstærð 298.3 fm. Þar af er bílskúrinn skráður 26,8  fm.  Óskráð geymslurými á rislofti u.þ.b. 20 fm. Að sögn eiganda er eldhúsið óskráðir fermetar og er því heildarstærð húsisns u.þ.b. 318 fm (plús risið).

Smelltu hér til að sækja söluyfirlit

Eignin skiptist í: forstofu, 4 svefnherbergi, 3 stofur, borðstofa, eldhús og 2 baðherbergi,  bílskúr og ósamþykkta íbúð í kjallara með sérinngangi.

Nánari lýsing eignarinnar:
Fallegt einbýlishús við Bjarkargötu í Reyjavík.  Húsið er byggt 1932 og var stækkað árið 1947. Einar Erlendsson teiknaði húsið.   Húsið stendur á eignarlóð alls 570 fm með sér stæði fyrir framan bílskúr. Lofthæð er u.þ.b. 3 metrar á öllum hæðum.

1 hæð:

Komið er inn á fystu hæð þar sem er góð forstofa með fatahengi.  Á vinstri hönd, inn af forstofunni eru þrjár samliggjandi stofur sem eru tengdar við borðstofuna. Þaðan er útgegnt á trépall sem tengist við garðinn með tröppum.  Eldhúsið er í nýrri byggingu hússins (eða frá 1947) og stendur það neðar en stofur og borðstofa. Eldhúsinnrétting er upprunaleg og einnig hurðir, gerefti, loft og gólflistar.   Innangengt er frá forstofu í eldhús og einnig frá borðstofu.  Útgengt er frá eldhúsi í gegnum geymslu út á stæði við bílskúr.  
2 hæð:
Gengið er upp glæsilegan stiga upp á efri hæðina.  Hæðin hefur að geyma þrjú svefnherbrergi ásamt skrifstofurými og baðherbergi inn af hjónaherbergi, ásamt salerni.  Ofan við hæðina er geymsluloft í öllu risinu, óskráðir 20 fm.   Dúkur á gólfum. Góðar svalir eru á hæðinni sem snúa í norður, með útsýni út á tjörnina. 
Kjallari: Ósamþykkt íbúð.
Íbúð með sér inngangi.  Um er að ræða tveggja svefnherbergja íbúð með viðareldhúsi, stofu og baðherbergi. Innangengt er í þvottahús úr íbúðinni, en það er sameiginlegt fyrir allt húsið. Útgengt er frá þvottahúsi út í garð. 

Bílskúrinn er 26,8 fm, en hann er með vatni og rafmagni.  Sér stæði er fyrir framan bílskúrinn. 
Húsið er allt upprunalegt, en hefur fengið gott viðhald. Garðurinn er virkilega fallegur.  

Uppl. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali í síma 861 8514

Upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar í síma 588-9090 eða á netfanginu eignamidlun@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 alla virka daga

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.