Móabyggð – Þorlákshöfn

Móabyggð – Þorlákshöfn

Hamrakór hefur hafið byggingar á nýrri íbúabyggð í Ölfusi. Byggingarnar samanstanda af lágreistum fjölbýlishúsum þar sem lögð er áhersla á hagkvæman kost með fjölbreyttum íbúðagerðum fyrir fólk sem vill búa í fjölbýlishúsum með marga af kostum sérbýlis. Húsin verða staðsteypt, einangruð að utan og klædd álklæðningu. Þá verða gluggar ál-/trégluggar.

Fyrsti áfanginn telur samtals 78 íbúðir sem verða 2 til 4 herbergja á bilinu frá 60 til 95 fm í 11 aðskildum fjölbýlishúsum. Byggðin mun svo í framhaldi teygja sig áfram norður eftir byggingu fyrsta áfanga líkur. Hamrakór leggur mikla áherslu á að öll umgjörð hverfisins verði hlý og aðlagandi með lágstemmdri byggð sem skiptist í nokkra kjarna sem tengjast saman með vistgötum. Íbúðarbyggðin er miðsvæðis þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, heilsugæslu, leik-og grunnskóla.

Skráðu þig hér fyrir neðan og vertu í forgangi.

Sækja skilalýsingu
Myndir
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar
Oddný María Kristinsdóttir

Löggiltur fasteignasali - viðskiptafræðingur

Rögnvaldur Örn Jónsson

Löggiltur fasteignasali

Kári Sighvatsson

Lögfræðingur og löggiltur fasteignasali

Magnús Þórir Matthíasson

Löggiltur fasteignasali