FASTEIGNA­VIÐSKIPTI

Skógarvegur 12-14 103 Reykjavík
Eykt hefur hafið framkvæmdir við Skógarveg 12-14 í Reykjavík í samvinnu við Varmárbyggð ehf. Skógarvegur 12-14 er fjölbýlishús á þremur og fjórum hæðum auk kjallara og bílgeymslu. Tólf íbúðir eru á hæðum 1-3 og níu íbúðir á 4. hæð. 33 íbúðir eru í húsinu.

Aðgengi að íbúðunum er um þrjú stigahús sem gengið er inn í á norðurhlið hússins. Hvert stigahús þjónar 9-12 íbúðum. Ein lyfta er í hverju stigahúsi með aðgengi að öllum hæðum, kjallara og bílgeymslu. Í kjallara hússins eru geymslur íbúða, hjóla- og vagnageymslur og inntaksrými veitna. Aðgengi að kjallara er einnig um útitröppur.

Í bílgeymslu eru 33 bílastæði, jafnmörgum íbúðum hússins. Af þessum stæðum eru fjögur sérmerkt fyrir hreyfihamlaða. Á þar til gerðri bílastæðalóð, norðanvert við húsið, eru 20 bílastæði. Þar af er eitt stæði sérmerkt hreyfihömluðum.

Áætlað er að afhending íbúða hefjist í september 2016.
Frekar upplýsingar á kynningarvefnum Skógarvegur



til baka