FASTEIGNA­VIÐSKIPTI

Lindargata 39 og Vatnsstígur 20-22 101 Reykjavík
Skuggahverfið er staðsett á einum glæsilegasta útsýnisstað Reykjavíkur, í miðju iðandi mannlífs og blómlegrar menningar miðborgarinnar. Byggingarsvæðið markast af Skúlagötu, Frakkastíg, Vatnsstíg og Lindargötu. Lokaáfangi Skuggahverfisins er nú í byggingu, tvö ný fjölbýlishús við Vatnsstíg 20–22 og Lindargötu 39, alls 77 íbúðir.

Nálægðin við iðandi mannlíf miðborgarinnar setur skuggahverfið í flokk eftirsóttustu hverfa borgarinnar. Stutt er í alla þjónustu; verslanir, veitingastaði, skóla, heilsugæslu og afþreyingu af ýmsu tagi. Menningin blómstrar í miðborginni og það að búa í göngufæri við leikhús, kvikmyndahús og tónlistarhús býður upp á einstaka möguleika. Fjölmörg kaffihús og fjölbreyttir veitingastaðir eru í næsta nágrenni og því nánast öruggt að allir finna eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að mat og drykk.
Frá Skuggahverfinu er stutt í margar helstu perlur miðborgarinnar; gömlu höfnina, tjörnina, Hljómskálagarðinn, Skólavörðuholtið og Austurvöll.

Frekar upplýsingar á kynningarvefnum www.skuggi.is



til baka